ÁBENDINGAR, HRÓS OG KVARTANIR

Mikilvægur þáttur í að bæta, breyta eða viðhalda þjónustustigi Lífstíðar við viðskiptavini er að fá upplýsingar um það sem vel er gert eða betur má fara.  Senda má ábendingu, hrós eða kvörtun á netfangið lifstid@lifstid.is

Við tökum einnig við ábendingum í síma 420 8100, bréfleiðis eða í eigin persónu í höfuðstöðvum okkar að Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi.Þá er hægt að senda skilaboð í gegnum heimasíðu Lífstíðar undir fyrirsögninni „HAFA SAMBAND“

Stefna og reglur um meðhöndlun ábendinga og kvartana

Tilgangur

Að tryggja gegn­sætt og skil­virkt verklag við úr­vinnslu ábend­inga og kvart­ana sem berast Lífstíð og tryggja að slík er­indi fái skjóta, skilvirka og sanngjarna meðferð í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti.

Stefna

  • Ábendingar sem berast Lífstíð fara í vinnslu eins fljótt og auðið er. Framkvæmdastjóri Lífstíðar annast úrvinnslu ábendinga og eftir atvikum vátryggingasölumenn í samráði við framkvæmdastjóra. Ábendingar eru nýttar til að bæta þjónustu og afgreiðslu mála hjá Lífstíð eins og við á. Senda má ábendingu, hrós eða kvörtun á netfangið lifstid@lifstid.is Við tökum einnig við ábendingum í síma 420 8100, bréfleiðis eða í eigin persónu í höfuðstöðvum okkar að Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi.
  • Sendi aðili óskýra ábend­ingu er leitað eftir nánari upplýsingum frá viðkomandi svo hægt sé að afgreiða ábendinguna á viðeigandi hátt.
  • Staðfesting á móttöku ábendingar og samskipti sem af henni leiða eru skrifleg eða með sambærilegum hætti og ábendingin barst. Móttaka er staðfest innan 24 stunda og leitast er við að afstaða Lífstíðar í málinu liggi fyrir innan þriggja virkra daga og ekki seinna en innan fjögurra vikna. Dragist afgreiðsla lengur skal viðkomandi aðili fá skýringu á töfinni og hvenær niðurstaða sé væntanleg.
  • Lífstíð heldur skrá yfir ábendingar sem berast. Öll tengd gögn eru vistuð með ábendingunum, ásamt niðurstöðu og afstöðu Lífstíðar til þeirra, og geymd að lágmarki í fimm ár.
  • Gætt er að því að farið sé með allar persónugreinanlegar upplýsingar sem fylgt geta kvörtunum í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

Eftirlit

Framkvæmdastjóri Lífstíðar annast og hefur eftirlit með því að unnið sé skv. ofnagreindri stefnu og í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti.
hrós
Close Menu
×
×

Cart