SJÚKDÓMATRYGGING

Sjúkdómatrygging greiðir þér bætur ef þú greinist með tiltekinn sjúkdóm eða þarft að gangast undir aðgerð. Bætur eru greiddar út í formi eingreiðslu og eru skattfrjálsar. Sjúkdómatryggingin gildir þar til þú verður 70 ára og vátryggingafélagið getur ekki sagt henni upp svo lengi sem þú greiðir iðgjaldið. Þú getur á hinn bóginn sagt henni upp hvenær sem er.

Sjúkdómar og tilvik sem vátryggingin tekur til – bótaflokkar:

• Bótaflokkur 1 – Krabbamein
• Bótaflokkur 2 – Hjarta-og æðasjúkdómar
• Bótaflokkur 3 – Tauga-og hrörnunarsjúkdómar
• Bótaflokkur 4 – Aðrir alvarlegir sjúkdómar og slys

Eftir að bætur hafa verið greiddar úr einum bótaflokki er sjúkdómatryggingin áfram í gildi en þá undanskilur tryggingin þann flokk sem bætur voru greiddar úr. Bætur greiðast einungis einu sinni úr hverjum bótaflokki.

Börnin tryggð

Í sjúkdómatryggingunni er innifalin vernd fyrir börn frá þriggja mánaða aldri til 18 ára aldurs. Börnin eru tryggð fyrir sömu sjúkdómum og foreldri og nær tryggingin til barna hins vátryggða auk fósturbarna og stjúpbarna ef þau eiga sama lögheimili og búa á sama stað. Vátryggingarfjárhæð barna er helmingur af vátryggingarfjárhæð foreldra. Hámarksbætur vegna barna eru skilgreindar nánar í skilmálum um sjúkdómatryggingu.
Ef þú eignast barn eða ættleiðir barn yngra en 18 ára gefst þér tækifæri á að hækka vátryggingarfjárhæð þína, án frekari heilsufarsupplýsinga, svo lengi sem óskin berist innan þriggja mánaða frá fæðingu/ættleiðingu. Vátryggingarfjárhæðina er hægt að hækka um fjórðung í tilvikum sem þessum en þó ekki um hærri fjárhæð en þá sem tilgreind er í skilmálum sjúkdómatryggingar.
Ákvörðun um hve háa sjúkdómatryggingu þú þarft tekur mið af upplýsingum um tekjur, skuldir, fjölskylduhagi og fjölskyldustærð. Fáðu launaverndargreiningu þér að kostnaðarlausu.

Close Menu
×
×

Cart