SÖFNUNARLÍFTRYGGING

Söfnunarlíftrygging er reglubundinn sparnaður ásamt því að vera líftrygging.

Kostir við söfnunarlíftryggingu:

• Góð leið til að leggja fyrir og ávaxta fé sitt
• Hentug leið fyrir fólk sem stenst ekki áhættumat í hefðbundnum líftryggingum
• Skattfrjálsar líftryggingarbætur þ.e. hvorki greiddur tekju-, né erfðafjárskattur af  bótum.

Vátryggingartaki getur hvenær sem er á samningstímanum óskað eftir því að fá sparnað sinn greiddan út að hluta eða í einu lagi. Hægt er að breyta mánaðarlegum greiðslum að loknum upphafstíma en auk þess er hægt að breyta söfnunarleiðum eða færa á milli söfnunarleiða hvenær sem er á samningstímanum. Sparnaðurinn og útgreiðsla hans er undanskilin tekjuskatti en greiddur er fjármagnstekjuskattur af ávöxtuninni eins og skattalög kveða á um.

Um trygginguna

Þú velur í byrjun eina söfnunarleið sem í boði er og hentar þér best og ákveður um leið hvert mánaðarlegt iðgjald eigi að vera svo og þann tíma sem sparnaðurinn á að taka, allt frá tíu upp í þrjátíu ár.
Iðgjaldið er að lágmarki 5.000 kr. á mánuði. Upphaflegt iðgjald sem þú valdir breytist mánaðarlega í samræmi við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Sá hluti iðgjaldsins sem varið er til fjárfestingar ávaxtast í samræmi við gengi þeirrar söfnunarleiðar sem þú hefur valið. Verðmæti söfnunarinnar ákvarðast af gengi sjóða á vegum rekstrarfélaga sem félagið fjárfestir í til að mæta skuldbindingum sínum gagnvart þér. Þú átt því rétt gagnvart tryggingafélaginu en engan rétt gagnvart undirliggjandi sjóði eða rekstrarfélagi hans.

Pantaðu ráðgjöf og fáðu ítarlegar upplýsingar um fjárfestingamöguleika og kostnað við trygginguna.

Close Menu
×
×

Cart