LAUNAVERND

Ertu greind/ur ?

Við bjóðum launaverndargreiningu þér að kostnaðarlausu.

Hvað er launavernd ?

Launavernd er þarfagreiningarforrit sem sýnir hvernig brúa má bilið sem myndast á milli núverandi ráðstöfunartekna þinna og greiðslna sem þú átt rétt á verðir þú fyrir launamissi af völdum sjúkdóma, örorku, andláts eða við starfslok vegna aldurs.  Þú færð yfirsýn yfir þá tryggingavernd sem þú nýtur í dag og vísbendingar um frekari tryggingaþörf.
Með launaverndargreiningu, sem tekur mið af núverandi tryggingavernd þinni, er komið í veg fyrir að þú sért oftryggð/ur eða vantryggð/ur.

Af hverju ætti ég að fara í launaverndargreiningu ?

Bætur frá almannatryggingum, lífeyrissjóðum og stéttarfélögum duga í mörgum tilfellum skammt til að tryggja óbreytta framfærslu komi til veikinda eða slysa.  Launaverndin reiknar hvað upp á vantar og ráðleggur þá vernd sem þú þarft.  Það er mikilvægt við val á vátryggingarfjárhæðum að skoða málin í samhengi við aðrar bætur þannig að framfærslan sé tryggð.

Þessi nýja þjónusta er þér algjörlega að kostnaðarlausu og er frábær leið til að huga að fjárhagslegu öryggi þínu og fjölskyldu þinnar.

Close Menu
×
×

Cart