FYRIRTÆKIÐ

Lífstíð ehf. var stofnað utan um rágjöf og miðlun vátrygginga til einstaklinga og fyrirtækja. Að fyrirtækinu standa aðilar með yfir 18 ára reynslu í miðlun vátrygginga og lífeyrissparnaðar.  Tólf ráðgjafar á sviði tryggingamála starfa hjá fyrirtækinu og eru flestir með margra ára reynslu af ráðgjöf þessu tengdu.
Fyrirtækið hefur það að markmiði að miðla einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum heildarlausn í tryggingamálum. Þar er m.a. notast við þarfagreiningarforritið – Launavernd TM. Þarfagreiningin sýnir hvernig brúa má bilið sem myndast milli núverandi ráðstöfunartekna þinna og greiðslna sem þú átt rétt á verðir þú fyrir launamissi af völdum sjúkdóma, örorku, andláts eða við starfslok vegna aldurs. Þú færð yfirsýn yfir þá tryggingavernd sem þú nýtur í dag og vísbendingar um frekari tryggingaþörf. Með þarfagreiningu, sem tekur mið af núverandi tryggingavernd, er komið í veg fyrir að þú sért oftryggð/ur eða vantryggð/ur.

Close Menu
×
×

Cart