SLYSA- OG SJÚKRATRYGGING

Slysa- og sjúkratrygging er samsett vernd sem tryggir þér bætur ef slys eða sjúkdómur veldur þér tímabundnum tekjumissi eða varanlegri læknisfræðilegri örorku (miska). Þú getur raðað saman bótaþáttum og ákveðið bótafjárhæðir eftir þínum þörfum.

Bótaþættir og bótasvið

Slysa- og sjúkratrygging getur innifalið:

• Slysa- og sjúkravernd
• Slysavernd eingöngu
• Sjúkravernd eingöngu

Hægt er að láta slysaverndina gilda allan sólarhringinn en hún getur einnig gilt í vinnutíma eða frítíma eingöngu.
Þeir bótaþættir sem boðið er upp á eru:

• Dánarbætur vegna slysa
• Örorkubætur vegna slysa og/eða sjúkdóma
• Vikulegar bætur vegna slysa og/eða sjúkdóma

Vikulegar bætur greiðast eftir að tilteknum biðtíma lýkur í hámark 3 ár.
Fáður launaverndargreiningu þér að kostnaðarlausu.

Close Menu
×
×

Cart